Verkefni

575-9500    Mán - Fös: 8:30 - 15:30

Verkkaupi:
Vegagerðin
Upplýsingasíða vegagerðarinnar um verkið er: http://vgwww.vegagerdin.is/hedinsfjardargong.nsf

Verktakar:
Verkið er samstarfsverkefni Háfells og tékkneska fyrirtækisins Metrostav.


Verktími:
Ágúst 2006 - Desember 2009

Tilboðsupphæð:
5,7 milljarðar.


Verkið:
Framkvæmdin sem hér um ræðir eru tvenn jarðgöng ásamt vegskálum við enda ganganna, vegagerð að göngum og milli þeirra ásamt gerð einnar brúar. Jarðgöngin eru 3,7 km löng milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og 6,9 km löng milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar. Breidd ganganna er 8,6 metrar.  Jarðgöng milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar eru grafin frá Siglufirði, göngin milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar eru grafin frá báðum endum. Vegskálarnir verða um 450 metrar.

Byggð verður 18 metra löng brú í Héðinsfirði. Vegagerð innan sem utan jarðganga er 14,9 km.

Verkefnastjóri er Guðmundur Þór Björnsson
Verkstjóri í vegagerð er Örvar Tómasson

Fulltrúi verkkaupa er Sigurður Oddsson
 

Helstu magntölur:

Fyllingar úr skeringum og námum - 80.000 m³
Borskeringar - 31.000 m³
Fyllingar - 460.000 m³
Gröftur í göngum - 580.000 m³
Sprautusteypa - 24.000 m³
Steypa vegskála - 4.400 m³
Malbik - 170.000 m²

Login

Register

You need to enable user registration from User Manager/Options in the backend of Joomla before this module will activate.